Færsluflokkur: Lífstíll
19.8.2008 | 16:32
frábært, smá léttir
ég var svo ánægður að heyra þetta, ung hjón með 3 lítil börn í fellahverfinu í staðinn fyrir háöldruð hjón sem mundi sitja á peningunum þangað til þau færu yfir móðunna miklu og mundi leifa eftir lifandi ættingjum og fjölskyldu rífast um hver mundi fá hvað.
þetta gladdi mitt litla hjarta,
óska þeim innilega til hamingju og ég veit að þau munu nýta þetta til góðs.
Milljónamæringar í Fellunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 03:24
stoltur íslendingur
þrátt fyrir það að ég þurfi að hafa mig allan við til að halda í 9 ára gamla skóla stelpu þegar það kemur að stafsetningu tók ég þá áhvörðun að gerast "alvöru" bloggar og blogga á meðal stjórnmálamanna sem akkurat um þessar mundir hamra á lyklaborðum þjóðarinnar með vonum um að ná til almennings og koma sínum skoðunum á framfæri með mis góðum árangri þó.
Ég er auðvitað ekki stjórnmálamaður og hér ekki til að ná til aðra en þeirra sem eru mér næstir, hef meira segja gælt við þær huganir að hérna gætu amma mín og afi fylgst með mér þar sem ég er nú auðvitað staddur hinum meginn á henttinum. Hérna gætu þau, og þið auðvitað lesið um það sem fram fer í hausnum á mér, sem er meira en þið haldið get ég sagt ykkur.
Argentína verður bara betri og betri, get ekki sagt annað. Ég er svo heppinn að hafa þetta tækifæri, að fá að vera hérna, læra nýtt tungumál, eignast vini sem koma frá hinum ýmsum löndum með ólíka menningu að baki og svo auðvitað argentíska vini, kynnast skólakerfi sem er svo ólíkt því sem við höfum heima, og búa á heimili með fólki með ólík viðmið og gildi en gengur og gerist heima.
Ég er hér sem stoltur íslendingur, Hef svo gaman að því að vera hérna sem hálfgerður "sendiherra" sú ímynd sem þetta fólk fær af íslandi ræðst algjörlega af því sem ég segi og hvernig ég haga mér. Ekki það að fólkið hérna viti hvað Ísland er, hef verið spurður hvort að það sé ekki brú milli íslands og írlands, hef einnig heyrt það að íslands sé nýlenda hliðina á þýskalandi. Mér finnst svo gaman að segja þeim frá íslandi og svara spurningum, ég hef verið spurður hvort að það sé til brauð á íslandi, eða hvort við séum með almenningssamgöngur, þetta sama fólk verður eins og eitt stórt spurningarmerki og svo hissa þegar ég segi þeim að við séum ekki með her, spilavíti, lamadýr, eða leðublökur á Íslandi.
Talandi um leðublökur. Ég fór í bíó um daginn á mynd "2 day's in paris" eftir það fórum við með leigubíl heim, en meðan við biðum eftir honum tók ég eftir þessum fuglum sem flugu svo skringilega út um allt, ég spurði hana frænku út í þetta og þá sagði hún mér að þetta væru ekki fuglar, heldur leðurblökur. Mér var nú ekki sama, fyrsta skiptið sem ég sá leðurblökur, hefði viljað að fyrsta skiptið væri kanski í glerbúri í dýragarði, ekki fljúgandi fyrir ofan hausinn á mér, en einhverntíman er allt fyrst ekki satt.
Spænsku tímarnir mínir sem ég fer í 2 sinnum í viku ganga mjög svo vel, nema í dag, ferðin þangað réttara sagt, ég tók auðvitað bara minn strædó og allt gekk vel þangað til að ég tók eftir því að ég var nú bara ekkert á réttri leið, ég hugsaði með mér að ég yrði að fara út og taka leigubíl en fyrr en varið var ég kominn í fátækarkverfið, og til að vera alveg hreinskilinn þá er það ekki réttur staður fyrir ljóshærðan íslending í skærrauðri adidas peysu að vafra um og leita að legubíl sem hvort sem er ekki sjáanlegur, þannig að ég áhvað að halda mig inní stædónum, eftir að hafa svo keyrt um þetta hverfi stopar bílstjórinn og segir mér að þetta sé endastöð, ég auðvitað á bjagaðri spænsku segi honum að ég tali takmarkaða spænsku og ég viti ekkert hvar ég sé staddur í borginni, segi honum hvert ég hafi verið að fara, hann var reyndar það almenninlegur að fylgja mér í annan strædó og sega bílstjóarnum þar hvert ég væri að fara, þá var það annar hringur og eftir að hafa setið í stædó í rúman klukkutíma komast ég í spænskutíman minn, eða það litla sem eftir var af honum. Ég reyndar sá í þessari óplönuði ferð minni hluta af Rosario, hluta af Argentínu sem ég hef ekki séð áður, alla þessa fátækt og hrörlegu hús sem erfitt er að gera sér grein fyrir að fólk með lítil börn geti búið í. Komst svo að því eftir á að það hafði verið fótboltaleikur og bílstjórinn hafði því áhveðið að fara ekki götuna sem ég auðvitað þurfti að komast á, svonna eru almenningssamgöngur í Argentínu.
Ég vona að ég geti haldið upp þessari síður með sóma
og svo er þitt álit vel þegið, þarf ekki að þekkja þig til þess
kveðja frá Argentínu
Liði
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)